Í skammdeginu gerir orkuleysi gjarnan vart við sig og svo bankar flensan líka upp á með öllu því sem henni fylgir.
Til að koma í veg fyrir veikindi og orkuleysi er gott ráð að gefa líkamanum orkuskot sem inniheldur náttúruleg efni.
Áður en haldið er út í daginn
Þessu orkuskoti er gott að skella í sig á morgnana áður en haldið er af stað út í daginn. Uppskriftin er miðað við ca. tvö glös en ágætt er drekka eitt glas eða jafnvel hálft.
Ef þér finnst eitt glas of mikið þá dugir hálft. Og fjölskyldan getur svo skipt þessu á milli sín. Þá má líka minnka uppskriftina um helming ef þið viljið minni skammt.
Drykkurinn veitir náttúrulega orku og inniheldur góð næringarefni fyrir líkamann, ónæmiskerfið og heilsuna.
Það sem þarf
2 bollar kókosvatn
30 ml. ferskt túrmerik eða ½ til 1 tsk. þurrkað
15 ml. ferskt engifer
1 sítróna
¼ tsk. sjávarsalt
1 – 2 matskeiðar hreint hunang
Aðferð
Setjið kókosvatn, túrmerik og engifer í blandara og hrærið saman.
Þegar engiferið og túrmerikið er orðið maukað hellið þá vökvanum í gegnum fínt sigti og beint í krukku eða könnu.
Kreistið sítrónuna og bætið svo sítrónusafanum, saltinu og hunanginu saman við. Hrærið vel saman.
Gott er að drekka þetta með mat sem kryddaður er með svörtum pipar til að auka upptöku fæðuefnanna.