Ef heilsan er ekkert sérstaklega góð og gærkvöldið hefur tekið sinn toll getur verið gott að kunna að útbúa réttu drykkina til að finna heilsuna aftur.
Þessir tveir drykkir hér gefa þér orku – og kókosvatnið í þeim báðum hjálpar til við að bæta upp vökvatapið sem á sér stað þegar áfengis er neytt.
Orku- og þynnkudrykkur eitt
1 banani
½ glas kókosvatn
2 teskeiðar hunang
nokkrir vanilludropar
ísmolar eftir smekk
Setjið allt saman í blandara og hrærið í stutta stund.
Drekkið þetta svo rólega.
Orku- og þynnkudrykkur tvö 
500 ml kókosvatn
½ niðurskorin agúrka
1 niðurskorin gulrót
safi úr 1 sítrónu
örlítið af engiferrót
Setjið allt saman í blandara og hrærið vel í 40 sekúndur.
Drekkið þetta síðan rólega og ef ógleði hrjáir þig ætti engiferið í drykknum að bæta úr því en það bæði róar magann og slær á ógleðina.