Þessi 27 ára gamla kona hefur á stuttri ævi sinni gengið í gegnum meira en flestir. Og í dag veitir hún Kechi okkur öllum innblástur og von og trú á að allt sé hægt.
Árið 2005 lenti Kechi í hörmulegu flugslysi þar sem allir nema hún og einn annar farþegi létu lífið. Alls létust 107 manns í slysinu og þar á meðal 60 skólasystkini hennar.
Kechi hlaut þriðja stigs bruna á 65 prósent líkamans og hefur í kjölfarið gengist undir meira en 100 aðgerðir.
Hún segir tónlistina hafa verið sína flóttaleið út úr þessu öllu og að hún hafi sungið hvern einasta dag. En Kechi hefur ekki bara sungið því hún hefur einnig lokið háskólagráðu í viðskiptum og stundar nú meistaranám.
Kechi er þáttakandi í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent og hefur hrifið fólk með sér. Hér syngur hún lagið By The Grace Of God í þættinum sem sýndur var í Bandaríkjunum þann 29. ágúst (í gærkvöldi).
Þetta er sannkölluð hetja!