Við erum komin alveg á fullt í jólabaksturinn og marengstoppar eru alltaf jafn vinsælir. Og nú eru það toppar með sterkum Djúpum.
Piparbragðið úr bræddu Djúpunum er alveg dásamlegt á móti sætum marengsinum – og útkoman er algjörlega ómótstæðileg.
Það er hún Margrét Theodóra á kakanmin.com sem deilir með okkur uppskrift að þessum dásemdar jólatoppum.
Það sem þarf
4 stórar eggjahvítur
1 bolli hrásykur
1/2 tsk vanilludropa
1/2 tsk sítrónusafi
2 pokar sterkar Djúpur
2 msk rjómi
Aðferð
Hitið ofninn í 135°C – undir- og yfirhita og setjið bökunarpappír á plötu.
Saxið annan Djúpu-pokann smátt og setjið í hitaþolna skál.
Saxið hinn aðeins grófar og setjið til hliðar.
Gott er að sigta minnstu mylsnuna frá og nota hana til skreytingar ofan á toppana.
Púlsið hrásykurinn með töfrasprota eða myljið hann með mortéli (hrásykurinn er grófur og þetta hjálpar honum að leysast auðveldar upp).
Bræðið annan pokann af Djúpunum yfir vatnsbaði með 2 msk af rjóma.
Gefið þessu góðan tíma og notið aðeins lágan miðlungs hita.
Leyfið þessu að standa á lægsta hita á meðan þið stífþeytið eggjahvíturnar, fylgist þó vel með og hrærið reglulega í.
Þeytið eggjahvíturnar á miðlungshraða þar til þær byrja að freyða.
Aukið hraðann og bætið hrásykrinum saman við í litlum skömmtum og þeytið vel á milli.
Þeytið áfram á fullum hraða í um 5 mínútur eða þar til sykurinn er upp leystur og eggjahvíturnar stífar og glansandi.
Skrapið meðfram hliðunum og bætið vanillu og sítrónu saman við og hrærið áfram í 1-2 mínútur.
Blandið söxuðum Djúpunum varlega sama við með sleikju.
Notið tvær skeiðar til að búa til litla toppa á bökunarplötuna.
Setjið smá dropa af bræddu Djúpunum á hvern topp og notið tannstöngul til að dreifa úr því (um leið og djúpurnar kólna verða þær svolítið stífar, eins og karamella, en þá hafið þið bara góðar klessur á toppunum).
Setjið inn í ofn og lækkið hitann strax niður í 120°C.
Bakið í miðjum ofni í 40 mínútur. Og best er að baka eina plötu í einu.
Hafið þó í huga að enginn ofn er eins þannig að fylgist vel með toppunum, þeir eiga að vera sléttir viðkomu þegar þeir eru tilbúnir en eiga til dæmis alls ekki að verða brúnir á hliðunum.
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í