Það er alltaf gott og gagnlegt að kynna sér ný húsráð og maður getur alltaf á sig blómum bætt í þeim efnum.
Baðherbergið þarnast sérstakrar athygli og mikilvægt er að þrífa allt þar vel enda mikið um óhreinindi og sýkla.
Stórgóð ráð og trix
Hér er eitt og annað sem við höfum ekki séð áður, eins og til dæmis að nota svart te og dagblöð til að þrífa spegilinn.
Þá er ediki og sápu blandað saman til að þrífa sturtubotninn.
Sítróna notuð á stáltækin til að ná vatnsblettunum af svo þau verði skínandi.
Blöndunartækin á vaskinum fá edikbað með þvottastykki.
Tannburstaglasið sett í uppþvottavélina.
Og edik notað við klósettþrifin… og ýmislegt fleira.
Sjáðu þetta allt hér í myndbandinu