Það er alveg á hreinu að öll heimsins tækni mun aldrei koma í stað ástar og mannlegrar snertingar. Þessi auglýsing, sem er frá stóru símafyrirtæki, sýnir okkur það á einfaldan og fallegan hátt.
Ungur faðir fer á taugum þegar barnið hans grætur og grætur og honum finnst hann bjargarlaus þar sem hann getur ekki gefið barninu að drekka. En eins og flestir foreldrar vita þá er það ekki alltaf hungrið sem kallar fram grátinn – stundum vantar okkur bara öll hlýju og snertingu.
Og það er einmitt það sem símafyrirtækið vill minna á, að því meira sem tæknin þróast því meira þráum við það sem hún ekki getur veitt okkur.