Íslenska óperan hefur í vetur boðið reglulega upp á ókeypis hádegistónleika þar sem söngvarar flytja perlur óperu- og söngbókmenntanna í Norðurljósasal Hörpu.
Snýr aftur til New York í haust
Þriðjudaginn 28. apríl kl. 12:15 er komið að Dísellu Lárusdóttur og er yfirskrift tónleikanna Ást í öllum litum. Dísella mun flytja valdar aríur og sönglög sem henni eru kær, eins og til dæmis aríu Pamínu úr Töfraflautunni og aríu Víólettu úr La Traviata.
Dísella sem hefur unnið hug og hjörtu landans með fallegri rödd sinni og geislandi framkomu er búsett á Íslandi um þessar mundir en hún hefur starfað við Metropolitan-óperuna í New York undanfarin ár. Í haust snýr hún svo aftur til New York og mun meðal annars æfa titilhlutverkið í óperunni Lulu eftir Alban Berg undir stjórn James Levine, sem frumsýnd verður í Metropolitan-óperunni í nóvember.
Píanóleikari á tónleikunum er Antonía Hevesi og er aðgangar ókeypis.
Dísella syngur af innlifun
Með Garðari Thór Cortes í óperunni Ástardrykknum