Þriðjudaginn, 2. júní, er komið að síðustu hádegistónleikum Íslensku óperunnar þetta starfsárið. Það er mezzósópransöngkonan Ingveldur Ýr Jónsdóttir sem lokar árinu með leikhústónlist og kabarettlögum úr smiðju söngleikjameistarans Kurt Weill. Með henni er Antonía Hevesi á píanó.
Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum í Hörpu og er aðgangur ókeypis.
Ingveldur Ýr syngur jafnt óperutónlist sem söngleikja-, kabarett- og dægurlagatónlist. Raddsvið hennar spannar bæði sópran- og mezzosópran í óperum. Hún hefur komið fram víða um heim bæði á óperusviði og á tónleikapallinum. Ingveldur Ýr var um skeið fastráðin við Óperuna í Lyon í Frakklandi og söng þar bæði stór og smá hlutverk. Þá hefur Ingveldur margsinnins komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Þetta verða án efa lifandi og skemmtilegar tónleikar og hefjast þeir kl. 12:15.