Okkur er tíðrætt um lax hér á Kokteil enda vitum við hvað hann er góður fyrir húðina. En ekki bara það því lax hefur einnig verið settur í flokk með svokallaðri ofurfæðu.
Hér er uppskrift að ofnbökuðum laxi með Miðjarðarhafs kúskús salati.
Uppskriftin miðast við tvo og svo er bara að tvöfalda ef það eru fjórir í mat.
Það sem þarf
400 gr. lax (flak)
2 bollar vatn
½ bolli miðjarðarhafs kúskús
½ bolli niðurskornir kirsjuberjatómatar
½ bolli niðurskorin agúrka
3 msk. niðurskorin mynta
3-4 msk. ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
sjávarsalt og nýmulinn svartur pipar
steinselja til að skreyta og bragðbæta