Hér er uppskrift að einföldum og góðum fiski með mexíkósku ívafi – frábær réttur í miðri viku þar sem ekki tekur langan tíma að útbúa hann.
Og svo er þetta réttur sem er kjörinn fyrir alla fjölskylduna.
Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift.
Það sem þarf
- 600 g þorskur eða ýsa
- 1 tsk salt
- 1 peli rjómi eða matreiðslurjómi (2,5 dl)
- 1 krukka tacosósa (230 g eða um 2 dl)
- 2 dl rifinn ostur
- um 20 nachos flögur, muldar
Aðferð
Hitið ofninn í 200°.
Smyrjið eldfast mót með smjöri – leggið fiskstykkin í það og saltið.
Hrærið saman rjóma, tacosósu og rifnum osti og hellið yfir fiskinn.
Setjið inn í ofn í 15 mínútur og takið þá út og stráið muldum nachosflögum yfir.
Setjið aftur í ofninn í 10 mínútur til viðbótar (sem sagt samtals 25 mínútur í ofninum).
Takið út og njótið!