Læknir að nafni Mercola skrifaði grein fyrir ekki svo löngu um þær hættur sem fylgja því að þvo sér of oft um hendur með bakteríudrepandi sápu.
Í grein sinni talar hann um hvernig ofnotkun á bakteríudrepandi handsápum er að verða að alvarlegu heilsufarslegu vandamáli.
Ónæmar bakteríur
Vissir þú að bakteríudrepandi handsápur eru tengdar vandamálum varðandi almenna heilsu?
Það er víst satt!
Hin mikla notkun á þessum sápum og sýklalyfjum stuðlar verulega að því að bakteríurnar eru orðnar ónæmar fyrir ýmsum sýklalyfjum og sápum.
Þessi mikla notkun á bakteríudrepandi sápum og öðrum örverueyðandi efnum er talin stuðla að vaxandi vandamálum vegna baktería sem eru orðnar alveg ónæmar.
Talið er að þetta sé orðin ein alvarlegasta ógn við lýðheilsu okkar. Ónæmar bakteríur taka fleiri mannslíf núna en nokkru sinni fyrr, fleiri en t.d alnæmi.
Eitt helsta innihaldsefni í bakteríudrepandi sápum og vörum er Triclosan. Hugmyndir eru uppi um að banna alfarið þetta efni.
Læknir að nafni Dr.Bernhoft, sem er fyrrum skurðlæknir, var nærri dáinnn vegna…
Lesa meira HÉR