Yfir sumartímann kjósa margar konur að láta stytta hár sitt. Það er líka svo miklu auðveldara og ekki eins tímafrekt að eiga við hárið þegar búið er að stytta það töluvert.
Núna, líkt og síðasta sumar, er hinn svokallaði „bob“ afar vinsæll. En núna er líka „lob-inn“ vinsæll – en það er síðari útgáfan af „bob“.
„Bob“ er ein af þessum klassísku klippingum sem margar konur skarta ár eftir ár en ein af þeim er t.d. Anna Wintour ritstjóri Vogue.
Þær frægu láta nú hver af annarri klippa hár sitt styttra.
Strandarhár með bylgjum og liðum
Í ár er heitasti „bob-inn“ með nýju sniði. Núna er hann öllu frjálslegri með bylgjum og liðum. Svona nokkurn veginn eins og þú sért nýkomin af ströndinni og hárið sé náttúrulega sveipað og bylgjað af salti og vindi. Leikkonan Kate Hudson skartar einmitt svona klippingu á myndinni hér að ofan. En Kate lét síðu ljósu lokkana fjúka fyrir stuttu.
Til að ná þessum áhrifum í hárið er notað „beach wave spray“ og/eða krullujárn – nú eða með því að setja permanent í hárið.
Hér má sjá liðaðan lob – sem er síðari útgáfan.
Söng- og leikkonan Julianne Hough skartar lob núna.
Þetta er nýjasta klipping söngkonunnar Taylor Swift.
Leikkonan Cate Blanchett með klassískan bob og skipt til hliðar.
Og söngkonan Adele er ein af þeim sem er með bob núna.
Raunveruleikastjarnan Khloé Kardashian með sína nýjustu klippingu.