Þetta er nýjasta æðið í líkamsræktinni í Bandaríkjunum og við verðum að viðurkenna að þetta lítur út fyrir að vera ansi hreint skemmtilegt. Æfingakerfið kallast Pound en hugmyndina að því eiga tvær konur sem spila á trommur.
Hér er um að ræða líkamsþjálfun með tveimur trommukjuðum og takti. Þetta eru hörku æfingar sem láta hjartað pumpa og eru um leið fjörugar og skemmtilegar – og tónlistin skipar augljóslega stóran sess.
Þetta þykja mjög skemmtilegir tímar og ólíkt mörgum öðrum æfingakerfum þá reyna æfingarnar á öll svæði líkamans. Og trommukjuðarnir eru ekki bara til skrauts því þeir gegna veigamikllu hlutverki við æfingarnar.
Þetta væri gaman að prófa – og eftir því sem við best vitum er boðið upp á svona tíma hér á landi.