Ég hef verið ansi dugleg að heimsækja húsgagna- og húsbúnaðarverslanir undanfarið enda staðið í miklum breytingum.
Það verður ekki annað sagt en að á Íslandi sé nokkuð gott úrval af fallegum vörum til heimilisins og er hægt að finna næstum allt sem manni dettur í hug.
Seime í Síðumúla
En ein lítil og ný verslun, sem opnaði í október, hefur náð athygli minni. Þetta er verslunin Seimei í Síðumúla 13, en hún byrjaði upphaflega sem netverslun. Þarna eru fallegar vörur á viðunandi verði og þjónustan bæði persónuleg og notaleg.
Ég hef farið nokkrar ferðir til þeirra að skoða og þótt verslunin sé lítil er úrvalið samt mikið – enda hægt að panta stóru hlutina í alls kyns efnum og litum. Það sem ég hef helst heillast af eru borðstofustólar og rúmgaflar enda verið að leita að slíku, en sófarnir hjá þeim eru líka virkilega fallegir og ég væri meira en til í nokkra þeirra… en mig vantar bara ekki sófa núna. Þá er líka ýmis áhugaverð smávara sem heillar og eitthvað af henni hefur ratað heim til mín.
Vandaðar vörur
Þær í Seimei segjast leitast við að selja gæðavörur beint frá framleiðanda og velja vörur sínar af kostgæfni til að tryggja viðskiptavinum sínum vandaðar vörur. Vörurnar koma m.a. frá Japan, Tyrklandi, Marokkó, Íran og Filippseyjum.
Ef þið eigið leið um Síðumúlann mæli ég með að kíkja í þessa fallegu verslun.
Hér er heimasíðan þeirra: http://seimei.is/
jona@kokteill.is