Heimurinn yrði líklega betri ef allir myndu fara eftir lífsreglum Dalai Lama.
Ef þú vilt betra líf og betri líðan prófaðu þá að tileinka þér speki hans og sjáðu hvort að lífið taki ekki nýja stefnu.
Hér eru 18 lífsreglur Dalai Lama
1. Taktu það með í reikninginn að mikilli ást og miklum afrekum fylgir mikil áhætta
2. Þegar þú lýtur í lægra haldi, lærðu þá af reynslunni.
3. Hafðu þetta þrennt að leiðarljósi í lífi þínu: Berðu virðingu fyrir sjálfri/sjálfum þér, berðu virðingu fyrir öðrum og taktu ábyrgð á gjörðum þínum.
4. Mundu að þegar þú færð ekki allt sem þú vilt gæti það verið þinn mesti happafengur.
5. Lærðu reglurnar svo þú vitir hvernig þú getur brotið þær almennilega
6. Ekki láta lítinn ágreining skemma góða vináttu.
7. Þegar þú gerir þér grein fyrir því að þú gerðir mistök, gerðu þá strax ráðstafanir til að leiðrétta þau.
8. Eyddu daglega tíma ein/einn með sjálfri/sjálfum þér.
9. Vertu opin/n fyrir breytingum en hvikaðu aldrei frá gildum þínum.
10. Mundu að þögnin er oft besta svarið.
11. Lifðu góðu og innihaldsríku lífi, þannig að þegar þú verður gömul/gamall geturðu þú notið þess aftur þegar þú hugsar til baka.
12. Að viðhalda kærleiksríku andrúmslofti á heimili þínu er grunnur lífs þíns.
13. Þegar upp kemur ósætti milli þín og einhvers sem þú elskar, haltu þig við nútíðina og ekki draga fortíðina inn í það.
14. Deildu þekkingu þinni og þú verður ódauðleg/ur.
15. Vertu blíð/ur og komdu vel fram við jörðina.
16. Einu sinni á ári, eða eins oft og þú getur, heimsæktu staði sem þú hefur aldrei farið til áður.
17. Mundu að í bestu samböndunum er ást ykkar á hvort öðru yfirsterkari þörfinni fyrir hvort annað.
18. Dæmdu árangur þinn eftir öllu því sem þú þurftir að gefa upp á bátinn til að ná honum.
Kíktu líka á þetta hér í myndbandindu