Það er gaman og áhugavert að skoða áhrif systkinaraðar á einstaklinginn. Því það er víst margsannað mál að hún skiptir máli – það er að segja hvar í röðinni þú ert og hvaða áhrif það hefur á persónuleika þinn.
Eldri systkinum finnst til dæmis oft yngsta barnið njóta ýmissa forréttinda sem þau nutu ekki.
En hér eru 12 merki þess að þú ert yngsta barnið
1. Foreldrar þínir nenntu ekki að spá í þetta
Þegar þú fæddist voru foreldrar þínir of þreyttir til að hafa of miklar áhyggjur af þér og því sem þú gerðir og segja má að þeir hafi ekki verið jafn varkárir og með eldri börnin.
Þú komst því upp með að gera margt sem systkini þín hefðu aldrei komist upp með því það var ekki fylgst eins vel með þér og t.d. elsta barninu. Foreldrar þínir hugsuðu sem svo að eldri systkinin virtust vera í lagi svo af hverju að vera að stressa sig á yngsta barninu!
2. Þú ert með hefðir og venjur á hreinu
Þar sem þú ert yngsta barnið hefur þú það fram yfir eldri systkinin að þú hefur horft á þau gera mistök og veist því hvað ber að forðast og varast. Þess vegna haga yngri börn sér gjarnan öðruvísi á heimilinu en þau eldri.
Þau vita hvað borgar sig ekki að gera og njóta um leið þeirra forréttinda að geta farið þá leið sem eldri systkinin hafa rutt.
3. Þú ert frekar næm/ur
Og það er einfaldlega vegna þess að þú komst síðast. Þú tekur eftir hlutum sem hin á undan þér hefðu ekki tekið eftir.
Ávinningur þinn er ekki jafn mikill, kapphlaupið þér óvilhallt og svo sem til einskis að vinna. En þú hefur algjörlega lært að sætta þig við það og kannt að taka eftir og njóta ferðarinnar.
4. Þú ert gömul sál
Fólk segir oft að þú sért gömul sál og þú umgengst gjarnan fólk sem er eldra en þú.
Ástæðan er sú að þú hefur í gegnum tíðina fylgst með lífsreynslu eldri systkina þinna og ert því reynslunni ríkari.
5. Þú ert vön/vanur að láta móðga þig
Sem yngsta barn ertu vön/vanur að fá meðferð sem margir myndu telja móðgandi. Það er jafnvel enn komið fram við þig sem litla barnið þótt þú sért orðin/n fullorðin/n.
6. Þú ert ekkert sérstaklega viðkvæm/ur eða afbrýðisöm/samur
Þú varst nefnilega mjög fljót/ur að átta þig á því að það voru t.d. ekki teknar jafn margar ljósmyndir af þér og elsta barninu. Og föt þín, leikföng og rúm voru oft eitthvað sem eldri systkini höfðu notað áður.
7. Þú ert vanur/vön að vera kölluð röngu nafni
Hversu oft hafa foreldrar þínir ekki kallað þig nafni eldri systkina? Þetta þekkja flest ef ekki öll yngstu börn. Það er bara stundum eins og foreldrar þínir hafi ekki vitað hvað þú hétir.
8. Þú getur sofið og sofnað hvar sem er og hvenær sem er
Hvort sem það er húkandi í stól, liggjandi á gólfinu eða í bílnum þá getur þú sofnað hvar sem er – því stundum áttirðu ekki annan kost.
9. Það verða alltaf allir jafn hissa þegar þeir sjá þig
Frænkur og frændur, og aðrir ættingjar, verða alltaf jafn hissa þegar þau sjá þig því í þeirra huga ertu alltaf litla barnið þótt þú sért orðin/n fullorðin/n.
10. Þú heyrir endalausar sögur sem þú ert ekki þáttakandi í
Öll yngstu börn þekkja það þegar fjölskyldan fer að rifja upp og segja sögur að margar þeirra (ef ekki flestar) eru frá því áður en þú fæddist.
„Manstu ekki eftir þessu“ spyrja þau þig svo, en svara síðan sjálf: „Æ, nei það var áður en þú fæddist“.
11. Þú gerir systkini þín kjaftstopp
Það má segja að þegar þú sýnir vitsmunalega getu þína og veist eitthvað sem ekkert systkina þinna getur svarað að þú sért ekki vinsælasta systkinið. Slíku fylgir jafnvel algjör þögn. Þú ert jú litla barnið – svo það hlýtur bara að vera heppni hjá þér að vita þetta.
12. Þú nýtur þess í ræmur að vera yngst/ur
Þú virkilega nýtur þess að vera yngsta barn og þú áttar þig á því að enginn er fullkominn.
En þú mátt líka vita að það er í gegnum alla reynslu eldri systkina þinna, sem gengu í gegnum þetta allt á undan þér, sem gerir það að verkum að þú ert þessi afslappaði, áhyggjulausi, heppni og ævintýragjarni einstaklingur – sem hefur mikla aðlögunarhæfni og ert ekkert að stressa þig á hlutunum.
Heimildir – Lifehack