Klakabox eru ekki endilega bara til að gera ísmola því þau má nota í svo margt annað.
Það er til dæmis frábært að nota þau til að frysta hitt og þetta sem við viljum geyma og nota seinna.
Hér eru níu frábærar leiðir til að nota klakaboxin
1. Vínkubbar
Það er tilvalið að eiga svona eins og eitt klakabox í frysti með hvítvíns- og rauðvínsklökum. Það er til dæmis tilvalið að grípa í þá þegar þú þarft smá vín út í sósuna og þú vilt ekki opna heila flösku.
2. Mjólk og kex kubbar
Langar þig í eitthvað sætt? Settu mjólk í klakabox og brjóttu nokkrar Oreo kexkökur út og frystu. Notaðu svo klakana til að setja út í kaffi eða heitt kakó.
3. Aloe vera kubbar
Þetta er einfalt. Settu aloe vera gelkrem í klakabox og fyrstu. Taktu klakana svo fram þegar einhver brennur í sólinni. Ekkert róar brunann hraðar en ískaldur aloe vera ísmoli.
4. Jurtaklakar
Hver lendir ekki í því þegar keyptar eru ferskar kryddjurtir út í búð og aðeins þarf að nota brot af þeim í uppskriftina sem verið er að prófa, síðan skemmist restin og lendir oftar en ekki í ruslinu? En ekki lengur.
Það skiptir ekki máli hvaða jurt það er, skerðu hana niður og settu í klakabox með ólífuolíu og frystu. Dragðu þetta svo fram næst þegar þú steikir kartöflur á pönnu eða býrð til súpu.
5. Ávaxtakubbar
Ertu þreytt/ur á því að kaupa frosnu ávextina út í búð til að setja í Smoothie-inn þinn. Hættu því og frystu þina eigin ávexti. Þú getur fryst allt frá mangó til jarðarberja. Þú einfaldlega setur ávaxtakjötið í klakaboxið og frystir, og þetta er tilbúið í blandarann hvenær sem þú vilt.
6. Sítrónukubbar
Það eina sem þú þarft að gera er að frysta sítrónusafann og nota hann síðar, til dæmis í salatdressinguna eða í kokteillinn.
7. Pestó kubbar
Er pestóið þitt að renna út? Skelltu því í klakabox og geymdu. Pestókubbana er svo tilvalið að draga fram næst þegar þú býrð þér til samloku eða vantar á pastað.
8. Eggjahvítukubbar
Þú ert búin að nota eggjarauðurnar í kökuna sem þú bakaðir en ætlar ekki að nota hvíturnar núna. Þá er tilvalið að geyma eggjahvíturnar og skella þeim í klakabox og frysta til að nota síðar. Passaðu bara að setja plastfilmu eða lok yfir klakaboxið áður en þú setur það í frystinn.
9. Hvítlaukskubbar
Mmm… hvítlaukur. Ristaðu hvítlauksgeira á pönnu og settu þá í klakabox og þeir eru tilbúnir næst þegar þú eldar matinn.
Heimildir: purewow.com