Hljómar það ekki vel að til séu fæðutegundir sem láta líkamann brenna fleiri hitaeiningum en þær innihalda?
Það finnst okkur alla vega!
En samkvæmt sérfræðingum á það einmitt við þessar níu fæðutegundir hér að neðan.
Þessar 9 fæðutegundir eru
1. Klettasalat
Einn bolli af klettasalati telur ekki nema 4 hitaeiningar. Klettasalat bragðast eins og pipar og er fullt af trefjum sem hjálpa meltingunni en auk þess inniheldur það A-, C-, og K- vítamín.
2. Agúrkur
Þær innihalda mikið vatn og hjálpa til við brennsluna og veita auk þess líkamanum þann vökva sem hann þarfnast. Meðalstór agúrka inniheldur minna en 50 hitaeiningar. Regluleg neysla agúrkna getur auk þess hjálpað til við að bæta ónæmskerfið en það er C-vítamínið sem stuðlar að því.
Þá getur það minnkað bólgur í líkamanum að borða gúrkur reglulega en efni sem þær innihalda virka ekki ósvipað og bólgueyðandi lyf með íbúprófeni.
3. Grape
Inniheldur meira en 60 prósent vatn og restin er trefjar. Ávöxturinn þykir hraða meltingunni og brenna hitaeiningum. Þeir sem borða grape reglulega eru með minna af vondu kólesteróli í líkamanum.
4. Brokkolí
Það er trefjaríkt og því einstaklega gott fyrir meltinguna. Þá er það líka próteinríkt og auk þess má finna beta-karótín, sink og selen í brokkolí. Það er sem sagt stútfullt af góðum næringarefnum sem eru góð fyrir ónæmiskerfið og hjartað sé þess neytt reglulega.
Í einum skammti af brokkólí eru 30 hitaeiningar.
5. Kaffi
Kaffið inniheldur næstum engar hitaeiningar sé þess neytt svarts og án sykurs. Í kaffi eru andoxunarefni og önnur næringarefni sem eru góð fyrir heilsuna. Fjöldi rannsókna hefur leitt í ljós að kaffi bæti meltinguna og þá þykir sýnt að það minnki líkurnar á Parkinson sjúkdómnum, lifrarkrabba, sykursýki og fleira.
En gæta þarf þess þó auðvitað að drekka kaffi í hófi.
6. Aspas
Hann er stútfullur af góðum næringarefnum. Í aspas má meðal annars finna trefjar, fólínsýru, kalíum og A-, C-, E- og K-vítamín. Spergillinn hefur góð áhrif á meltinguna og dregur úr bólgum og bjúg í líkamanum.
Í 100 grömmum af aspas eru aðeins 20 hitaeiningar.
7. Tómatar
Eru ríkir af C-vítamíni og andoxunarefnum og innihalda auk þess lycopene sem talið er virka gegn vexti krabbameinsfruma.
Meðalstór tómatur inniheldur 22 hitaeiningar.
8. Sellerí
Er 75 prósent vatn og 25 prósent trefjar. Þar sem selleríið er aðallega vatn inniheldur það færri hitaeiningar en líkaminn notar til að melta það. Þá hefur það góð áhrif á meltinguna og hægðir.
9. Vatnsmelónur
Þær innihalda afar fáar hitaeiningar þótt þær séu örlítið sætar á bragðið. Þær bæta meltinguna, eru fullar af andoxunarefnum og innihalda lycopene.
Í einum skammti af vatnsmelónum eru ekki nema 30 hitaeiningar.