Hinn níu ára gamli Dane sem er með Downs heilkennið er mikill aðdáandi söngkonunnar heitinnar Whitney Houston.
Hann er reyndar afar hrifinn af flestri tónlist en eftir að hann sá heimildarmynd um söngkonuna er hann algjörlega heillaður.
Þetta myndaband af honum, sem frænka hans setti á Facebook, hefur algjörlega brætt fólk út um allan heim og hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. En hér syngur hann hástöfum með Whitney í laginu „I Have Nothing“.
Það er hreinlega ekki annað hægt en að gleðjast með honum og brosa – enda skín einlægnin og innlifunin af þessum fallega dreng.