Þrífur þú hárburstana þína reglulega?
Ef ekki þá er líklega skynsamlegt að endurskoða það aðeins.
Eru eins og svampur
Hárburstar eru raunverulega eins og svampur, þ.e. þeir draga allt í sig. Og fyrir utan öll hárin sem festast í þeim þá sjúga þeir líka í sig olíu, hárvörur, ryk, flösu og lykt.
Þannig að í hvert skipti sem við burstum hárið þá erum við að setja allt þetta aftur í hárið á okkur. Frekar ógeðfellt – ekki satt?
Það er alla vega á hreinu að það verður hreinsað til í burstaskúffunni okkar.
Mælt er með því að hreinsa burstana einu sinni í viku en ef þér finnst það of mikil vinna þá ættirðu alla vega að reyna að gera það einu sinni í mánuði.
Það sem þú þarft er
Greiðu með mjóu/fínu handfangi til að plokka hárin upp
Skæri
Tannbursta til að þrífa með
1 msk matarsóda
1 msk sjampó
Vatn
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þú þrífur burstana