Hefurðu prófað náttúrulegar aðferðir fyrir hvítari tennur?
Hér eru tvær aðferðir sem sagðar eru virka vel.
Önnur er ævaforn aðferð indíána sem notuð hefur verið við góm- og tannheilsu í þúsundir ára. Þetta felur í sér nokkurs konar olíuskolun sem dregur í sig eiturefni.
Olíuskolun með kókosolíu
Þú getur notað sesam- eða sólblómaolíu, en kókosolía er sögð virka best.
Taktu 1 til 2 msk. af kókosolíu og veltu henni vel um í munninum á þér.
Byrjaðu á 5 mínútum og bættu svo við tímann í hvert skipti sem þú gerir þetta – þar til þú ert komin/n upp í 20 mínútur.
Náttúrulegu efnin í kókosolíunni drepa bakteríur í munninum og næringarefnin stuðla að hvítari tönnum og heilbrigðari gómi. Því lengur sem þú getur velt olíunni um í munninum því fleiri bakteríum nærðu að eyða og því meiri verða áhrifin.
Olían þykknar í munninum við veltinginn svo passaðu þig á að gleypa ekkert af þessu.
Spýttu þessu síðan út úr þér, hreinsaðu munninn með volgu vatni og burstaðu síðan tennurnar.
Hvíttun með matarsóda og salti
Blandaðu nokkrum kornum af sjávarsalti við matarsóda og bættu síðan örlitlu vatni við til að búa til nokkurs konar krem – hrærðu þetta vel saman.
Dýfðu síðan tannburstanum þínum í blönduna eða settu kremið á burstann. Burstaðu síðan tennurnar eins og venjulega.
Gættu þess að spýta öllu út úr þér svo þú kyngir ekki óhreinindum og öðru sem þú ert að hreinsa af tönnunum.
Salt er bakteríudrepandi og hjálpar auk þess til við að fjarlægja sýru af tönnunum. Þá inniheldur sjávarsalt meðal annars magnesíum og kalsíum.
Þessar tvær gömlu, einföldu og ódýru aðferðir ættu að geta hjálpað til við hvítari og heilbrigðari tennur og góm.