Með aldrinum eykst hárvöxtur á líkamanum og verða margar konur t.d. varar við þennan aukna hárvöxt á breytingaskeiði þegar hormónarnir eru í stanslausri rússibanareið.
Hár á efri vörinni algeng
Algengt er að hárvöxtur í andliti aukist og spretta upp hár hér og þar en aðallega þó fyrir ofan efri vörina. Margar konur vaxa á sér efri vörina til að losa sig við þessi óæskilegu hár eða hreinlega raka þau burtu. En til er náttúruleg leið til að losna við þessi hár. Konur í Mið-Austurlöndum hafa notað þessa aðferð í gegnum aldirnar svo eitthvað gagn hlýtur hún að gera.
Um er að ræða blöndu sem fjarlægir hárin og mýkir húðina. Blandan er góð fyrir húðina og gefur henni gljáa – þá er hún full af vítamínum, andoxunarefnum og steinefnum. Og öll innihaldsefnin eru náttúruleg og rugla því ekkert í hormónunum.
Það sem þarf
2 msk. hunang
2 msk. appelsínusafi
1 msk. hafragrautur
Aðferð
Blandaðu öllum hráefnunum vel saman.
Settu blönduna á þá staði sem þú vilt fjarlægja hár.
Láttu hana síðan vera á í um 15 mínútur.
Skolaðu blönduna af með volgu vatni.
Settu síðan nærandi krem á húðina á eftir.
Endurtaktu þetta tvisvar til þrisvar í viku.