Þetta er líklega eitt sérstakasta hótel sem við höfum nokkurn tímann séð. En hvort við myndum vilja gista þarna skal ósagt látið.
Ekki hlaupið að því að komast í herbergið
Fyrirtæki í Perú hefur tekið ævintýra ferðamennsku upp á næsta stig. Þetta einstaka hótel er staðsett í Andesfjöllum Perú og herbergin þrjú bókstaflega hanga utan á fjallinu. Þrátt fyrir að plássið sé ekki mikið kostar nóttin um 85.000 krónur fyrir parið.
Eins og gefur að skilja er ekkert sérstaklega einfalt að komast upp í herbergið sitt en það er hluti af ævintýrinu segja þeir sem að hótelinu standa.
Það er líklega alveg á hreinu að þessi gisting er ekki fyrir lofthrædda!