Í maí höfum við hér á Kokteil fjallað mikið um ágæti avókadó, hversu hollt og gott það er og hve auðvelt er að bæta því við fæðuna. Hér er enn ein einföld og góð uppskrift þar sem avókadó gerir góðan rétt enn betri. Um er að ræða hið dæmigerða ítalska mozzarella salat sem samanstendur af osti og tómötum en hér er avókadó bætt við þennan margrómaða rétt.
Það sem þarf:
Mozzarellakúlu/r
Tómata
Avókadó
Ólífuolíu
Aðferð:
Skerið allt niður í sneiðar og raðið saman á fat eða á disk. Dreifið ólífuolíu yfir og ferskri basilíku ef vill.