Fæstir hugsa líklega ekkert sérstaklega út í það að borða rétt fyrir ristilinn.
Málið er þó að það getur verið ákaflega mikilvægt því ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið hér á landi.
Að koma í veg fyrir ristilkrabba
En krabbamein í ristli er líka eitt þeirra krabbameina sem talið er að megi koma í veg fyrir með réttum lífsháttum – og þar vegur fæðan þungt. Sérfræðingar segja að koma megi í veg fyrir helming alls krabbameins í ristli með breyttum lífsstíl.
Vissulega er engin fæða sem getur gulltryggt að við fáum ekki ristilkrabbamein en með því að neyta þessara sex fæðutegunda hér að neðan má engu að síður draga verulega úr líkunum á því.
Sex fæðutegundir sem eru afar góðar fyrir ristilinn
Ávextir og grænmeti
Blaðgrænt grænmeti, sítrusávextir, hvítlaukur og laukur eru talin vera góð fyrir ristilinn. Þessar fæðutegundir innihalda efni, þar á meðal andoxunarefni, sem hjálpa til við að koma í veg fyrir krabbamein. Rannsóknir sýna að þeir sem borða mikið af þessum fæðutegundum eru 25% ólíklegri til að fá ristilkrabba.
Lax
Með því að borða lax reglulega fær líkaminn ríkulegt magna f omega-3 og D-vítamíni. En þessi tvö næringarefni eru talin gegna veigamiklu hlutverki í því að koma í veg fyrir ristilkrabbamein.
Grænt te
Í grænu tei má meðal annars finna pólýfenól sem er talið hafa afar góð áhrif til varnar krabbameini. Allra best er að drekka Matcha te en það inniheldur einstaklega mikið af andoxunarefnum.
Hrein jógúrt
Talið er að fæða rík af kalsíum og D-vítamíni geti hjálpað til að koma í veg fyrir myndun sepa á ristlinum, en separ geta síðar orðið að krabbameini. Þá er það vitað hvað jógúrt er góð til að halda meltingarveginum heilbrigðum.
Linsubaunir og aðrar belgjurtir
Mikil neysla bauna og fræja er tengd lægri tíðni ristilkrabbameins. Belgjurtir eru stútfullar af trefjum og er talið að það hafi verndandi áhrif.
Túrmerik
Er eitt öflugasta andoxunarefni svo vitað sé og eykur það blóðflæði og þanþol æða og dregur úr bólgum í líkamanum. Og er talið að þessi gullna jurt geti haft áhrif á krabbameinsvöxt. Túrmerik má bæti inn í fæðuna með því að krydda matinn með því og setja það í drykki eins og t.d. heitt sítrónuvatn.