Hér eru nokkur atriði sem konur vilja að eiginmenn þeirra og/eða kærastar viti. Því þetta skiptir máli í sambandinu!
Tíu atriði sem virkilega skipta máli
1. Það koma tímar þar sem þú einfaldlega skilur ekkert í mér. Það er svo sem ekkert skrýtið því stundum skil ég ekki einu sinni sjálfa mig. En ég bið þig samt að reyna!
2. Hlustaðu á mig – og þá meina ég virkilega hlustaðu. Það skiptir mig mun meira máli en blóm, gjafir og rómantísk tilþrif.
3. Ef eitthvað er mér virkilega mikilvægt gefðu því þá svigrúm og tíma. Þannig virka sambönd og þú uppskerð það sama í staðinn.
4. Oft sérðu aðeins og einblínir á það sem ég geri ekki – en horfðu aðeins betur og sjáðu allt það sem ég geri. Það mun koma þér á óvart allt það sem ég geri og vinnan sem ég legg í samband okkar og líf okkar saman.
5. Ég veit að þú hefur mikið á þinni könnu og um margt að hugsa – það hef ég líka og mun meira en þú kannski gerir þér grein fyrir. Að telja það allt upp tæki allt of langan tíma.
6. Þú veist að ég vil ræða um hlutina en stundum veit ég bara ekki alveg hvað er að. Lífið er nefnilega ekki alltaf svart eða hvítt. Því bið ég þig að vera til staðar fyrir mig og að vera þolinmóður.
7. Hvern einasta dag og næstum hverja einustu stund er ég að hugsa um þarfir annarra og hvað ég þurfi að gera til að uppfylla það. Veistu hvað það getur gert mann útkeyrðan?
8. Um það sem þú kallar nöldur vil ég segja: Þetta er ekki nöldur – þetta eru vinsamlegar áminningar! Það mætti svo sem vel kalla þetta ókeypis þjónustu, svo þú getur hætt að láta þér líða eins og það sé illa farið með þig.
9. Ég elska þig – jafnvel þegar þér finnst ég fjarlæg og afundin. Þá elska ég þig samt.
10. Mundu að þegar upp er staðið þá vorum við í byrjun vinir. Og já það getur verið mikið að gera hjá okkur og um margt að hugsa en við megum alls ekki gleyma því í annríkinu af hverju okkur líkar við hvort annað og af hverju við urðum ástfangin af hvort öðru. Þetta er mjög mikilvægt!