Heimabakað nýtt og ilmandi brauð er alveg dásamlegt. Og enn betra ef það þarf ekki að hafa of mikið fyrir því.
Hér er uppskrift að afar góðu brauði í potti og þótt ferlið taki langan tíma þá er þetta ósköp einfalt og þægilegt. Hráefninu er einfaldlega skellt í skál að kveldi og brauðið síðan bakað daginn eftir.
Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem henti í þetta góða brauð.
Það sem þarf
- 3 bollar hveiti
- ¼ tsk þurrger
- 1 ¼ tsk salt
- 1 ½ bolli + 2 msk vatn (ég hef það alltaf við stofuhita)
Aðferð
Blandið hveiti, þurrgeri og salti saman í skál og hrærið vatni saman við.
Setjið plastfilmu yfir skálina og látið hana standa við stofuhita í að minnsta kosti 12 klst en helst í 18 klst.
Hellið deiginu á hveitistráð borð og stráið hveiti líka yfir degið.
Brjótið deigið saman þannig að það myndi nokkurs konar kúlu og látið hefast undir viskastykki í 2 klst.
Setjið lokaðan ofnpott í ofn og hitið í 230°.
Takið ofnpottinn út, setjið brauðið ofan í hann, lokið pottinum og setjið hann aftur í ofninn í 30 mínútur.
Takið lokið af og bakið áfram í 5-10 mínútur.
Og njótið!
Þú færð allt hráefni í þessa uppskrift í