Ef þú ert gift/ur og hefur verið að hugsa um skilnað að undanförnu er víst óþarfi að hafa of miklar áhyggjur.
Slíkar tilfinningar eru víst ekkert nema eðlilegar samkvæmt rannsókn Brigham Young University School of Family
3000 pör á aldrinum 25 – 50 ára tóku þátt í rannsókninni og leiddi hún í ljós að meira en helmingur giftra hjóna hugsa um skilnað einhvern tímann á lífsleiðinni. En um leið má geta þess að flestir voru glaðir með að þeir lifðu þetta tímabil af og létu ekki verða af skilnaði..
Tímabundnir erfiðleikar
Fram kom að 53% þátttakenda höfðu á einhverjum tímapunkti trúað því að hjónaband þeirra væri á endastöð, 25% höfðu hugsað um skilnað síðastliðna sex mánuði og 28% höfðu einungis hugsað um það í fortíðinni en ekki lengur. Góðu fréttirnar hljóta því að vera þær, þar sem meiri hluti giftra hjóna höfðu einhvern tíma hugsað um skilnað, að erfiðu tímabilin eru aðeins tímabundin.
Þegar þátttakendur voru spurðir hvernig þeim liði með að vera enn saman sögðu minna en 1% hjónanna að þau sæju eftir því á meðan 11% voru enn í vafa. En níu af hverjum tíu hjónum voru glöð með að vera enn saman og kom í ljós að hamingjustuðull þeirra hjóna var jafnmikill og þeirra sem aldrei höfðu hugsað um skilnað.
Á ekki endilega við alla
Í þessari könnun voru aðeins hjón sem hafa komist yfir erfiðu tímana í hjónabandinu skoðuð. Svo það er ekki skrítið að þátttakendur hafi litið á skilnað sem rangt val fyrir sig. Stundum getur skilnaður verið rétta leiðin. Ef þeir sem að rannsókninni stóðu hefðu skoðað hjón sem gengið hafa í gegnum skilnað er ekki ólíklegt að það fólk sé líka sátt við ákvörðun sína.
Þurfa ekki að vera endalokin
Niðurstaðan, eða það sem í raun má lesa út úr þessari rannsókn, er að ef þú hefur hugsað um það að fara frá maka þínum og sækja um skilnað því þú efast um framhaldið þá er það ekki endilega merki um endalokin.
Mörg hjónabönd eru ótrúlega lífsseig og þótt það kosti vinnu beggja aðila að vera áfram saman þegar hlutirnir eru erfiðir getur það oftar en ekki styrkt ástina til frambúðar.