Holley Kitchen setti þetta myndband af sér inn á youtube fyrir rétt rúmri viku síðan. Markmið hennar er að fræða fólk um krabbamein en sjálf greindist hún með brjóstakrabba árið 2012 sem síðan dreifði sér um líkamann þrátt fyrir að fara í tvöfalt brjóstnám. Eftir brjóstnámið hvarflaði ekki að henni að hún gæti fengið aftur brjóstakrabbamein en raunin varð önnur og það er engin lækning til og á Holley því enga von um að verða nokkurn tímann krabbameinslaus.
Það hefur vakið athygli að myndbandið hefur fengið yfir 44 milljóna áhorf á Facebook en aðeins 35.000 á youtube. Þessi hugrakka kona biður áhorfendur um að deila myndbandinu þar sem hún vill fræða fólk.