Þegar hin 38 ára gamla Christine vissi að hún væri ófrísk vildi hún auðvitað segja móður sinni það strax. En þar sem móðir hennar er með Alzheimer vildi hún gera það á eftirminnilegan hátt.
Hún ákvað því að taka það upp og í nokkra daga sagði hún móður sinni, sem er 77 ára, á hverjum degi og stundum nokkrum sinnum á dag, að hún ætti von á barni. Og í hvert einasta skipti varð móðirin yfir sig glöð og skríkti af ánægju.
Myndbandið ætlar Christine að eiga til minningar og til að geta sýnt ófæddri dóttur sinni það seinna meir.
Barnið er fætt
Og nú er lítið stúlkubarn komið í heiminn og móðir Christine kemur í heimsókn að sjá nýja ömmubarnið sitt. Það er alveg einstakt að sjá þolinmæðina og umhyggjuna hjá Christine í garð móður sinnar sem verður alltaf jafn glöð þegar hún sér nýfætt barnið.
Það er ljúfsárt að horfa á þetta myndband en í lok myndbandsins má heyra móðurina segja við dóttur sína hversu heppin hún sé að eiga þetta fallega barn.
Sjáðu myndbandið þar sem Christine segir móður sinni að hún sé ófrísk HÉR