Nei, við erum ekki að grínast!
Majónesmaski í hárið er víst mjög góð meðferð fyrir þurrt hár. En uppistaðan í majónesi er olía og auk þess inniheldur það fullt af próteini sem gerir hárið bæði mjúkt og glansandi.
Ef hár þitt er mjög þurrt og vantar glans gæti verið alveg þess virði að prófa þetta.
Þannig geturðu gert þetta
Ef þú getur ekki hugsað þér að setja eingöngu majónes í hárið skaltu prófa þetta:
1. Taktu einn bolla af majónesi og blandaðu saman við eina teskeið af vanilludropum til að minnka lyktina af majónesinu.
2. Berðu þetta síðan í óþvegið þurrt hárið.
3. Vefðu heitu handklæði um höfuðið til að hjálpa majónesinu að vinna og fara inn í hárið.
4. Hafðu þetta í hárinu í 20 mínútur.
5. Þegar þú tekur handklæðið af skaltu setja vel af sjampói strax í hárið, en ekki skola og setja vatn. Nuddaðu vel í nokkrar mínútur til að losa um olíuna.
6. Þegar þú ert búin að nudda vel skaltu skola hárið og setja svo aftur sjampó. Það margborgar sig að þvo hárið tvisvar.
7. Skolaðu síðan hárið og endaðu með köldu vatni. Og hárið verður mjúkt og glansandi.
Hér má líka sjá aðra útgáfu af majónesmaska með hunangi – sem hljómar vel