Þessi 19 ára söngkona er einstaklega hæfileikarík og með hjarta úr gulli. En Maddie mætti með besta vin sinn í prufur í American Idol og saman tóku þau lagið fyrir dómarana. Besti vinur Maddie, Marcus, er með Downs heilkenni og elskar tónlist.
Maddie hefur ekki átt sjö dagana sæla en á unglingsaldri var hún greind með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni sem getur leitt til mikillar þyngdaraukningar þar sem hormónastarfsemin fer úr skorðum – en það var einmitt það sem gerðist hjá Maddie. Þetta reyndist henni erfitt og hún einangraðist þar sem hún skammaðist sín fyrir þyngdina. En Maddie kynntist Marcusi einmitt á þeim tíma sem henni leið sem verst.
Maddie starfar sem tónlistarþerapisti með krökkum með sérþarfir. En draumurinn er að starfa við tónlist.
Maddie segir Marcus eiga stóran þátt í því að í dag hafi hún sjálfstraust til þess að standa frammi fyrir fólki og syngja.