Maður er aldrei of gamall til að leika sér og hafa gaman – en það sýnir einmitt þessi 101 árs gamla (eða ættum við kannski að segja unga) kona.
Í góðu skapi
Albina varð 101 árs þann 6. október síðast liðinn og er andlega spræk. Hún bjó ein allt þar til hún var orðin 100 ára. Nú býr hún hjá Armand syni sínum, sem tók þetta myndband, og eiginkonu hans – en hann tekur fram að móðir hans hugsi alfarið um sig sjálf.
Armand segir móðir sína vera káta og hún hafi alltaf haft gaman af lífinu og það hafi svo sannarlega ekkei breyst þótt hún eldist. Hún hlær að öllu og er afskaplega gefandi segir hann. En hann telur hana einmitt vera lifandi sönnun þess að ef þú getur fundið gleði í því smáa þá geturðu orðið 100 ára gamall 🙂
Þetta finnst okkur alveg frábært!