Hver kannast ekki við móðu á bílrúðum!
Þetta er vandamál sem flestir þekkja og er sérstaklega algengt yfir vetramánuðina.
Réttu trixin
Það er alltaf gott að kunna réttu trixin við hvert og eitt vandamál. Og hér er einmitt eitt stórgott við móðu á bílrúðum – sem er líka ofureinfalt. Þetta er nokkuð sem þú getur gert í eitt skipti fyrir öll.
En hvað er það sem þú getur gert?
Jú, þú setur kattasand í sokk og hefur í bílnum.
En kattasandur er sérstaklega hannaður til þess að draga í sig raka og nákvæmlega þess vegna virkar þetta.
Þetta er það sem þarf í sokkatrixið
Sokk
Kattasand (gott að nota kristal sand þar sem hann lyktar síður)
Stóra límrúllu eða góða trekt.
Og svona er þetta gert
Settu kattasandinn í sokkinn (notaðu trekt eða límrúllu eins og í myndbandinu).
Lokaðu svo fyrir sokkinn með bandi, eða bittu hnút á hann.
Leggðu sokkinn síðan upp á mælaborðið í bílnum.
Þú getur líka útbúið fleiri en einn sokk og sett t.d. við afturrúðuna líka.
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert – ásamt fleiri ráðum