Margir þjást af verkjum og eymslum í baki og getur það verið ansi hvimleitt.
Til að bæta úr því getur verið gott að gera æfingar sem leggja áherslu á bakið og styrkja vöðva þess um leið.
Flatur magi
En með þessum æfingum er líka tekið vel á kviðvöðvum og er það skref í átt að flötum maga.
Hér, í myndbandinu að neðan, fer Anna Renderer með okkur í gegnum sex æfingar á fimm mínútum. Æfingarnar sem eru bæði fyrir kvið- og bakvöðva eru gerðar á dýnu á gólfinu.
Á þínum eigin forsendum
Hver og einn ætti að gera æfingarnar á sínum forsendum og ef þú ert ekki í formi er um að gera að fara rólega af stað og ekki reyna að halda í við Önnu á hennar hraða.
Þótt hún geri æfingarnar á 5 mínútum er ekki þar með sagt að ekki mega taka 15 mínútur í það á sínum eigin hraða. Auk þess sýnir hún oft aðra möguleika við æfingarnar fyrir þá sem ekki ráða svo auðveldlega við þær.
Svo er auðvitað um að gera að fara varlega í æfingarnar til vernda bakið ef það er mjög viðkvæmt – og mikilvægt að byggja það upp hægt og rólega.