Dökkir baugar og pokar undir augum geta verið hvimleiðir og eru ekki beint til prýði.
Til eru margar aðferðir sem hægt er að nota til að reyna að losna við hvoru tveggja en hér er ein sem er nokkuð áhugaverð en hún inniheldur matarsóda. En við hér á Kokteil erum alveg einstaklega hrifin af matarsóda og notkunarmöguleikum hans.
Flestir, ef ekki allir, eiga matarsóda í eldhússkápunum og annað sem þarf í þetta er líka að finna í eldhúsinu.
Þetta er alveg ótrúlega einfalt! Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Það sem þarf
Matarsóda
Skál
Örlítið vatn
Teskeið
Þvottastykki eða hreinsiklút
Aðferð
Hafið blönduna þannig að hún renni vel en samt ekki of þunna.
Notið síðan bakhliðina á skeiðinni til að smyrja blöndunni á svæðið fyrir neðan augun. Ekki nudda – gerið þetta mjúklega.
Látið liggja á húðinni í 5 til 10 mínútur. Matarsódinn þarf að þorna
Hreinsið að lokum af með blautu stykki eða hreinsiklút.
Þetta er ágætt að gera svona einu sinni til tvisvar í viku.
Sjáðu hvernig hún gerir þetta