Ég er ein af þeim sem nota alltaf teygjulök á rúmin á heimilinu – og ég er líka ein af þeim sem hef látið það angra mig hvað þau taka mikið pláss í skápunum.
Því stærri því erfiðara
Eins þægilegt og það er að nota þessi lök á rúmið þá er bara nákvæmlega ekkert þægilegt né huggulegt við það að setja þau inn í skáp á milli þess sem þau eru notuð. Því stærri sem þau eru því erfiðara er að eiga við þau. Og svo er frekar erfitt að finna eitthvað í skápunum þar sem þau liggja einhvern veginn í hrúgu. Alla vega hentar þetta illa svona skipulagsfríkum.
Búin að finna lausnina
En nú er ég sko heldur betur komin með lausn á þessu og skil hreint ekki af hverju ég er ekki löngu búin að læra þetta. Kannski vegna þess að mér hefur alltaf þótt allar slíkar leiðbeiningar frekar flóknar og ég sé ekki tilganginn í því að flækja hlutina meira en ég þarf. Þess vegna hef ég frekar vöðlað lökunum saman heldur en að leggjast í meiriháttar vinnu við að brjóta þau saman og setja inn í skáp.
Í myndbandinu hér að neðan fer hún Christine í gegnum það hvernig megi brjóta teygjulök saman á einfaldan hátt. Og hún er algjörlega með þetta því þetta steinliggur! Hún gerir þetta mun einfaldara en allir aðrir sem ég hef séð.
Ég er mjög ánægð með árangurinn en svona fór mitt stóra King teygjulak inn í skáp
Og hér er myndbandið
jona@kokteill.is