Tómatar eru stútfullir af góðum næringarefnum og þeir eru dásamlega góðir með grillmatnum – og auðvitað ýmsu öðru.
Hér er uppskrift að hægelduðum litlum tómötum, þetta eru svona dæmigerðir tómatar eins og finna má í sælkerabúðum.
Bragðmiklir
Með þessari eldunaraðferð verða tómatarnir einstaklega bragðmiklir.
Uppskriftina að þessu ljúfmeti fengum við frá henni Nigellu Lawson vinkonu okkar.
Það sem þarf
400 – 500 gr kirsuberjatómatar (eða aðrir smáir tómatar)
2 tsk Maldon salt
1/4 tsk sykur
1 tsk timían krydd
2 msk ólífuolía
Aðferð
Hitið ofninn að 220 gráðum.
Skerið tómatana til helminga. Setjið þá í ofnfast mót/fat og látið skornu hliðina snúa upp.
Dreifið ólífuolíunni yfir tómatana og síðan salti, sykri og timían.
Setjið þá inn í ofn og slökkvið um leið á ofninum. Látið tómatana vera í ofninum yfir nótt eða yfir daginn án þess að opna hurðina.
Njótið með fiski, kjöti, í salatið, í pastað eða hvaðeina sem hugurinn girnist.