Þessi uppskrift er afar einföld og auk þess er líka stundum einstaklega hentugt að þurfa ekki að baka kökurnar.
Svo eru þessar dásemdar súkkulaðibrúnkur líka í hollari kantinum – með hnetum, döðlum og dökku kakói. Og ekkert hveiti eða viðbættur sykur.
Þú fellur fyrir þessum við fyrsta bita!
Það sem þarf
2 ½ bolli (400 gr) döðlur
1 ½ bolli (150 gr) valhnetur
½ bolli (60 gr) kakóduft
2 msk (20 gr) kakóbaunir
1 ½ tsk vanilludropar
1 msk bráðin kókosolía
¼ tsk salt
Kremið
¼ bolli (30 gr) kakóduft
¼ bolli (80 gr) hunang eða agave-síróp eða hlynsíróp
2 msk bráðin kókosolía
½ tsk vanilludropar
Aðferð
Takið hnetur, döðlur, kakóbaunir, vanilludropa, kókosolíu og salt og blandið saman í matvinnsluvél. Hrærið þar til allt hefur blandast saman og blandan helst vel saman.
Berið aðeins af olíu í ferkantað mót sem er um 20×20 cm að stærð og leggið síðan bökunarpappír í mótið. Hafið pappírinn út fyrir í hliðunum svo auðvelt sé að kippa honum upp úr mótinu.
Setjið þá blönduna í mótið, dreifið úr henni og notið blauta skeið til að gera yfirborðið slétt.
Undirbúið þá kremið. Blandið kakói, hunangi (eða sírópi), kókosolíu og vanilludropum vel saman í skál.
Smyrjið síðan kreminu yfir hnetublönduna í forminu.
Setjið inn í ísskáp og kælið í að minnsta kosti 2 tíma.
Takið þá út og skerið í bita. Notið heitan hníf til að renna ljúflega í gegnum kökuna.
Og njótið!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert