Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að ef maður bætir höfrum við uppskrift þá verði útkoman aðeins hollari.
Hvort sem það er rétt eða ekki þá eru þessar kökur súper góðar. Þær eru stökkar og grófar – og með fullt af súkkulaði.
Fljótlegt að gera
Þessar hafra- og súkkulaðibitakökur eru gott mótvægi við alla marengstoppana og sörurnar á kökudiskinn fyrir jólin.
Og það besta er að það tekur ekki nokkra stund að henda í þessar ljúffengu kökur – sem er auðvitað mikill plús.
Það sem þarf
115 gr ósaltað smjör, við stofuhita
½ bolli dökkur púðursykur
¼ bolli sykur
1 tsk vanilludropar
1 stórt egg, við stofuhita
1 bolli hveiti
½ tsk matarsódi
1 tsk kanill
1 bolli hafrar
1 bolli súkkulaðidropar
Aðferð
Hitið ofninn að 180 gráðum og undirbúið ofnplötur með bökunarpappír.
Setjið sykur, púðursykur og smjör saman í hrærivélaskál og hrærið þar til blandan er orðin mjúk og kremkennd.
Bætið þá egginu og vanilludropum við og blandið vel saman.
Látið hveiti, matarsóda og kanil varlega út í skálina og hrærið saman. Og síðan hafrana. Hrærið þar til blandan er orðin að mjúku deigi.
Setjið að lokum súkkulaðið út í blandið við deigið.
Takið um matskeið af deigi og mótið kúlur og raðið á ofnplöturnar. Hafið bil á milli þeirra. Ef deigið er mjög þétt er ágætt að þrýsta kúlunum aðeins niður.
Bakið í 10 til 12 mínútur, eða þar til kökurnar eru orðnar gullinbrúnar á börmum.
Takið þær þá út og leyfið þeim að kólna aðeins á plötunni áður en þær eru færðar á grind til að kólna alveg.
Uppskriftin gefur um 16 til 22 kökur (eftir því hversu stórar þær eru).
Uppskrift frá Sweetest Menu.
Jóna Péturs – kokteillinn@gmail.com