Poppkorn er æðisleg hugmynd í barnaafmæli, ég tala nú ekki um ef það er „poppað“ aðeins upp (hehehe…). En þetta poppkorn passar ekki bara í barnaafmælið því það er líka stórgott fyrir fullorðna sælkera.
Hér er uppskrift að litríku hvítu súkkulaðipoppi sem mun án efa slá í gegn bæði hjá börnum sem fullorðnum.
Það sem þú þarft
Poppkorn (sem þú poppar sjálf/ur eða bara örbylgjupopp)
1 bolli hvítt súkkulaði
2 tsk ólífuolía
3 tsk vanillukökumix (eða vanillubúðing frá Royal)
¼ bolli litríkt kökuskraut
Aðferð
Poppaðu poppið í potti eða örbylgjuofni og settu til hliðar
Settu hvíta súkkulaðið og ólífuolíuna í skál og bræddu í örbylgjunni í 20 sekúndur. Stoppaðu samt annað slagið og hrærðu í þar til súkkulaðið er alveg bráðið en þá hrærirðu kökumixinu saman við (eða vanillubúðingsduftinu)
Settu poppkornið í poka sem hægt er að loka og passaðu að ópoppaðar baunir rati ekki ekki með.
Settu nú súkkulaðið og kökuskraut í pokann, lokaðu fyrir og hristu þar til súkkulaðið hefur þakið poppkornið (þú getur líka notað hvaða þá aðferð sem þér þykir best).
Nú skaltu dreifa poppkorninu jafnt á bökunarplötu sem er klædd bökunarpappír og strá meira kökuskrauti yfir ef þér finnst þess þurfa.
Kældu svo í ísskápnum í 20 – 25 mínútur áður en þú berð fram.
Sigga Lund
Uppskrift fengin hjá www.delish.com