Ertu að fara að halda afmæli eða partý?
Ætlar þú að hafa áfengi um hönd?
Ef svarið er já við báðum spurningunum er þetta eitthvað fyrir þig. Þessi flottu kökuskot eiga heima í hvaða partýi sem er. Þau eru litrík og skemmtilegt og þau gleðja bæði augað og bragðast vel.
Það sem þú þarft
¼ bolli Betty Crocker tilbúið vanillukrem
1 tsk rauður/bleikur matarlitur
¼ litríkt kökskraut
1 bolli kælt vodka
1 bolli kælt Baileys
Aðferð
Hrærðu saman Betty Crocker vanillukreminu og ½ tsk. af matarlitnum og settu í grunna skál eða á disk.
Dýfðu sex skotglösum í kremið svo það dekki brúnina á þeim og dýfðu þeim svo strax í litríka kökuskrautið.
Leggðu skotglösin svo til hliðar.
Í hristara (eða stóra krukku) setur þú svo vodka, Baileys og ½ tsk af matarlit og hristir þar til allt er vel blandað saman. Nú er ekkert annað eftir en að hella í skotglösin og bera fram.
Góða skemmtun!
Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert
Sigga Lund