Allir þeir sem stunda skíði vita hversu þreyttur maður getur orðið eftir alla hreyfinguna og útiveruna – en fæstir hafa nú hins vegar sofnað á skíðunum.
Það gerði þessi litli drengur hins vegar, enda alveg búinn á því eftir alla skíðakennsluna. Svo þreyttur að hann sofnaði standandi á skíðunum.
Litla skinnið á alla okkar samúð.