Ekki eru öll hjón svo lánsöm að lifa hamingjusöm til æviloka – því mörg hjónabönd enda með skilnaði.
Margar ástæður geta legið að baki en sérfræðingar telja engu að síður að aldur spili þar stóran þátt.
Fólk þroskast í sitt hvora áttina
Þeir sem ganga í hjónaband mjög ungir eru líklegri en aðrir til þess að skilja síðar á lífsleiðinni. Sem kemur kannski ekki á óvart því tveir einstaklingar sem vart eru komnir af unglingsaldri eiga enn eftir að taka út hellings þroska – og þeir geta svo sannarlega þroskast í sitt hvora áttina.
Þannig að það er líklega betra að gifta sig seinna á lífsleiðinni þegar maður er orðinn bæði fjárhagslega og tilfinningalega stöðugur.
Eða hvað?
Málið er að þetta er ekki alveg svona einfalt. Það er víst ekki heldur svo gott að ganga í hjónaband of seint því einnig þá aukast líkurnar á skilnaði.
En hver er þá eiginlega besti aldurinn til að giftast?
Þeir sem ganga í hjónaband á aldrinum 25 til 34 eru víst í bestum málum út frá skilnaðartölum. Fólk sem giftir sig á þessum aldri má telja sig heppið þar sem það er ólíklegast til að ganga í gegnum skilnað.
Líkurnar á skilnaði fyrir þá sem ganga seinna í hjónaband aukast um fimm prósent með hverju ári sem bætist við.
Sérfræðingar telja að það stafi jafnvel af því að þeir sem gifta sig seint á lífsleiðinni séu orðnir svo vanir því að vera einir að þeir kunni ekki að haga sér eins og makar og því standi þeir sig illa í því.
Athyglisvert!