Hörðustu aðdáendur Elvis Presley heitins hafa lengið haldið því fram að kóngurinn lifi. Hvort sem þeir hafa rangt fyrir sér eður ei þá lifa lögin hans góðu lífi um allan heim.
Í ár hefði kóngurinn orðið 80 ára gamall og af því tilefni verður efnt til glæsilegra tónleika í Hörpu laugardaginn 30. maí. Söngvarar eru ekki af verri endanum, þeir Björgvin Halldórsson, Páll Rósinkranz, og síðast en ekki síst okkar eiginn Elvis, hann Bjarni Arason. Þeir félagar munu syngja öll hans þekktustu lög ásamt félögum úr Gospelkór Reykjavíkur undir stjórn Óskars Einarssonar. Hljómsveitinni stjórnar síðan Þórir Úlfarsson.
Það verður greinilega valinn maður í hverju rúmi á þessum tónleikum. Enda ætlum við í Kokteil ekki að missa af þessu!