Það er ekki endilega dauðinn sem flestir óttast heldur miklu frekar það að uppgötva þegar kemur að leiðarlokum að hafa í raun aldrei lifað lífinu lifandi.
Eftirsjá og láta draumana rætast
Þegar 100 eldri borgarar, menn og konur, sem lágu á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og áttu ekki langt eftir voru spurð hver væri mesta eftirsjáin í lífi þeirra, svöruðu þau næstum öll með því að segja: „Ég sé ekki eftir því sem ég gerði. Ég sé miklu frekar eftir því sem ég gerði aldrei, áhættuna sem ég tók aldrei og draumana sem ég lét ekki rætast.“
Lífið er til þess að lifa því. Við erum ekki hönnuð til þess eingöngu að vinna, sofa, borða og borga reikninga.
Ekki bara óska þér
Það eru margir sem óska sér endalaust. Þeir vildu óska þess að þeir væru ríkari, væru í annarri vinnu og svo framvegis. Þeir óska þess að þeir væru hitt og þetta. En málið er að ef þú bara óskar þér þá verður það sem þig langar í bara óskin ein.
En hver er draumur þinn? Þú verður að vilja hann af öllu hjarta og allri sálu, með öllu sem í þér er.
Hinn þekkti leikstjóri, Steven Spielberg, var þrisvar sinnum hafnað um inngöngu í kvikmyndaskóla. En hann hélt áfram.
Það var virt fjölmiðlafyrirtæki sem vildi ekki ráða Oprah Winfrey og sögðu henni að hún ætti ekki heima í sjónvarpi. En hún lét það ekki stoppa sig og hélt áfram.
Það voru kennarar sem sögðu við söngkonuna Beyoncé að hún gæti ekki sungið en hún lét það ekki heldur stoppa sig, hún hélt áfram.
Það er þess virði
Það er ekki endilega auðvelt að elta draumana sína og þú getur verið fullviss um að leiðin þangað mun oft vera erfið. En sá sársauki er og verður alltaf margfald betri en sársauki eftirsjárinnar. Vittu til!
Þetta er meðal annars það sem kemur fram í myndbandinu hér að neðan og allir ættu að taka sér tíma í að skoða.
Hvað er það sem býr í hjarta þínu og huga? Hvaða hugmyndum og draumum lumar þú á? Láttu þá rætast.
Líf þitt er ekki skilgreint af fortíð þinni. Þú getur kannski ekki búið til nýtt upphaf en þú getur svo sannarlega búið til nýjan endi. Stundum er þetta spurning um að vera hugrakkur/hugrökk og láta bara vaða. Lífið er núna.
Sjáðu myndbandið og fáðu innblástur