Breska leikkonan, og tvöfaldur óskarsverðlaunahafi, Emma Thompson er þekkt fyrir kaldhæðni sína og hefur meðal annars talað opinberlega um það hversu erfitt er að halda þyngdinni í skefjum eftir fertugt.
Eftir fertugt breytist allt
Hún segist ætíð hafa hreyft sig vel en engu að síður hafi hún setið uppi með stóran siginn rass – því eftir fertugt þá bara breytist allt.
Emma, sem er 57 ára, segist vilja borða það sem hana langar í og drekka sitt vín og hefur því ekki áhuga á megrunarkúrum. Þess vegna leitaði hún til einkaþjálfarans og næringarráðgjafans sem þekkir alla megrunarkúra á jörðinni – og veit að þeir virka ekki. Þetta er sama manneskjan og kom Kate Middleton í frábært form á mettíma eftir að hún eignaðist prins George.
Tvær fatastærðir og 8 kíló
Eftir aðeins sex vikur hafði Emma farið niður um tvær fatastærðir og misst um 8 kíló sem hún þakkar ráðgjöf Louise Parker. En Louise, 41 árs, aðhyllist ekki tískufæði eins og chia fræ, grænkál eða glútenlausar vörur. Segja má að hún sé í vegferð gegn því að fólk falli í því gryfju að einblína á slíka tískufæðu. Og vill hún kenna fólki að breyta örlítið lífsstíl sínum í stað þess að elta svona tískubylgjur og megrunarkúra af öllum gerðum. Louise hefur unnið með mörgum stórum Hollywood stjörnum í gegnum tíðina.
Á matarlistanum hjá Louise má meðal annars finna osta, beikonsamlokur, steikarborgara og eins og í tilfelli Emmu þá mátti hún drekka sitt vín en í hófi þó. Þá leggur Louise ríka áherslu á nægan svefn og tæki eins og tölvur, spjaldtölvur og símar eru bönnuð á kvöldin. Og dagleg hreyfing er auðvitað mikilvægur þáttur í prógrammi hennar.
Heimild dailymail.uk