Leikarinn ástsæli Liam Neeson er með þörf skilaboð til okkar allra.
Liam þekkir sorgina vel en í mars árið 2009 missti hann óvænt eiginkonu sína, leikkonuna Natöshu Richardson, í kjölfar alvarlegs skíðaslyss í Kanada.
Þar sem Liam er einn af okkar uppáhalds mönnum þá tókum við okkur til og þýddum skilaboðin. Þetta er mjög svo þörf áminning fyrir okkur öll og skilaboðin virkilega góð!
Þetta hefur Liam að segja
„Sagt er að það erfiðasta í heimi sé að missa einhvern sem þú elskar. Einhvern sem hefur elst með þér og þú séð þroskast og vaxa með degi hverjum. Einhvern sem kenndi þér hvernig á að elska. Þetta er eitt það versta sem getur komið fyrir nokkra manneskju.
Eiginkona mín lést óvænt. Hún færði mér svo mikla gleði. Hún var mér allt. Í þessi 16 ár sem ég fékk að vera eiginmaður hennar kenndi hún mér hvernig á að elska skilyrðislaust.
Við þurfum að hægja á okkur og vera þakklát fyrir maka okkar – af því lífið er svo stutt. Eyddu tíma með maka þínum. Komdu vel fram við hann/hana. Vegna þess að einn daginn þegar þú lítur upp úr símanum þínum er makinn ekki þarna lengur.
Það sem ég lærði fyrst og fremst er að elska og lifa hvern dag sem hann sé sá síðasti. Vegna þess að dag einn þá verður það þannig. Taktu áhættu og lifðu lífinu lifandi. Segðu þeim sem þú elskar á hverjum degi að þú elskir þá. Ekki taka eitt andartak sem sjálfsagðan hlut.
Lífið er þess virði að því sé lifað.“ (Liam Neeson)