Carlos keyrir leigubíl í Miami á Florida en hann lætur sér ekki nægja að keyra bara farþegana – því hann syngur líka fyrir þá.
En það var einmitt einn farþegi sem sagði við hann að hann yrði að mæta í prufur fyrir America´s Got Talent. Sem og Carlos einmitt gerði og sló heldur betur í gegn, og hlaut að launum standandi lófatak.
Þótt Carlos hafi slegið í gegn með söng sínum þá var það ekki síður einlægur persónuleiki hans sem heillaði bæði dómarana sem og fólkið í salnum og heima í stofu.
Carlos er upphaflega frá Buenos Aires í Argentínu og er búinn að syngja í mörg ár.