Láttu ekki aðra brjóta þig niður – Sterkir einstaklingar lifa eftir þessum ráðum

Öll erum við ólík sem einstaklingar en vissir þættir lífsins einkenna okkur engu að síður sem mannverur.

Tilfinningar okkar eru til dæmis stór hluti af því hver við erum og án þeirra værum við eflaust nokkuð litlaus.

Tilfinningalegur styrkur

Við látum gjarnan stjórnast af tilfinningum okkar enda eru þær okkar helsti hvati í lífinu. Þegar við látum stjórnast af tilfinningunum getum við átt það á hættu að þær beini okkur í ranga átt í lífinu. Þess vegna skiptir tilfinningalegur styrkur miklu máli.

Hér að neðan er eitt og annað sem tilfinningalega sterkir einstaklingar forðast að gera – eða gera yfir höfuð alls ekki.

Fjórtán atriði sem tilfinningalega sterkir einstaklingar gera eða gera ekki

1. Láta ekki halda sér niðri

Þeir láta aðra ekki brjóta sig niður hvað þá halda sér niðri í lífinu. Þarna úti er fullt af fólki sem er tilbúið að segja þér að allt sé ómögulegt og vonlaust.

Þeir sem eru tilfinningalega sterkir útiloka slíkt fólk frá lífi sínu. Vissulega getur það verið erfitt en á sama tíma getur það líka auðveldað lífið til mikilla muna.

2. Kvíða ekki morgundeginum

Tilfinningalega sterkir einstaklingar kvíða ekki morgundeginum. Þeir láta sig hlakka til og fagna hverjum nýjum degi sem færir þeim ný tækifæri. Þessir einstaklingar eru þakklátir fyrir að fá að vakna á hverjum morgni og taka lífinu ekki sem sjálfsögðum hlut.

3. Þrá ekki athygli

Þeir sækjast ekki eftir athygli. Athyglisþörf og þörf fyrir viðurkenningu má tengja beint við tilfinningar og óöryggi með sjálfan sig. Tilfinningalega sterkar manneskjur trúa á sjálfar sig og þrífast ekki á viðurkenningu annarra.

4. Gera eins og þeir vilja

Þessir einstaklingar gera það sem þeir gera af því þeim finnst það skemmtilegt. Líf þeirra snýst ekki um hvað öðrum finnst eða hvað aðrir vilja að þeir geri.

5. Velja fólk

Þeir hleypa ekki hverjum sem er að sér eða inn í líf sitt. Þetta fólk velur hvern það vill umgangast og það tekur ekki áhættu í svo viðkvæmum málum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6. Fyrirgefa

Tilfinningalega sterkir einstaklingar halda ekki í reiðina heldur fyrirgefa. Að halda í heiftina og hugsa stöðugt um hefnd þýðir að þú leggur meiri áherslu á ákveðin atvik en þú ættir að gera.

Fyrirgefningin er mikilvæg til að halda áfram auk þess sem heift og hefndarhugur draga úr andlegum styrk.

7. Val og verkefni

Þessir einstaklingar gera ekki hluti sem þeir vilja alls ekki gera. Engu að síður gera þeir sér fulla grein fyrir því að enginn er svo heppinn að gera eingöngu það sem hann elskar að gera. Verk og verkefni eru misskemmtileg og sumt þarf einfaldlega að gera til þess að færast nær markmiðum sínum.

8. Sjálfstæðir

Þessir einstaklingar hafa enga þörf fyrir að falla í hópinn. Því sterkari sem þú ert á tilfinningalega sviðinu því sjálfstæðari ertu sem manneskja. Að hafa þörf fyrir að falla í hópinn lýsir fyrst og fremst óöryggi og ósjálfstæði.

9. Koma vel fram

Þeir haga sér hvorki eins og asnar né láta fáránlega. Að koma illa fram við aðra eða gera lítið úr öðrum er ekki í þeirra eðli. Þörfin fyrir að drulla yfir aðra sprettur af lélegu sjálfstrausti.

10. Kunna að segja nei

Tilfinningalega sterkir einstaklingar eiga ekki í vandræðum með að segja nei.

Ef þú átt erfitt með að segja nei eru miklar líkur á því að fólk notfæri sér það. Að segja nei gerir fólki ljóst að það geti ekki ráðskast með þig.

11. Spenna

Þessir einstaklingar hafa ekki þörf fyrir að lifa í stöðugri spennu og vera alltaf að. Þess vegna óttast þeir ekki að hægja aðeins á – og því kunna þeir að meta rólegar gæðastundir. Að kunna að slaka á og finna ilminn af blómunum er þeim jafn eðlilegt og allur erillinn sem einkennir líf þeirra þess á milli.

12. Elska

Tilfinningalega sterkir einstaklingar eru ekki hræddir við að elska því þeir hafa sjálfstraust til að takast á við það ef hlutirnir ganga ekki upp.

13. Gefa

Þessir einstaklingar gleyma ekki að gefa til baka í formi peninga eða tíma. Þeir kunna að meta það sem þeir hafa og gera sér grein fyrir því að ekki fá allir jafn góð spil á hendi í lífinu.

14. Hamingjan

Og síðast en ekki síst þá gleyma tilfinningalega sterkir einstaklingar því ekki að hamingjan er ákvörðun. Þeir skilja að tilfinningar stjórna því hvernig við bregðumst við. Og þeir hafa líka lært að heilinn hefur vald yfir bæði líkama og sál.

Þessir einstaklingar hafa valið að vera hamingjusamir og gæta sín þess vegna á því að láta ekki stjórnast eingöngu af tilfinningum sínum.

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við...

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem...

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir...

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má...

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða...

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti...

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri...

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig...

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort...

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir...

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Langt leidd af Alzheimer en kemur alltaf tilbaka þegar hún syngur

Það er afar sárt fyrir aðstandendur Alzheimers-sjúklinga að horfa upp...

Er eitthvað krúttlegra en þetta? – Gleðipilla dagsins!

Lítil börn og hundar eru auðvitað bara dásemd. Og þetta litla krútt...

Faðir brúðarinnar neitaði að halda ræðu og gerði þetta í staðinn

Faðir brúðarinnar ákvað að halda ekki hefðbundna ræðu í...

Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið

Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...